55. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 24. maí 2012 kl. 09:00


Mættir:

Björgvin G. Sigurðsson (BjörgvS) formaður, kl. 09:00
Árni Þór Sigurðsson (ÁÞS), kl. 09:00
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 09:00
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 09:00
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 09:00
Siv Friðleifsdóttir (SF), kl. 09:00
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:00
Þráinn Bertelsson (ÞrB), kl. 09:00

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 09:00
Fundargerðir 48. - 52. fundar voru staðfestar.

2) 716. mál - nauðungarsala, aðför, meðferð einkamála og fjármálafyrirtæki Kl. 09:00
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Björk Sigurgísladóttur, Lindu Björgvinsdóttur og Valdimar Gunnar Hjartarson frá frá Fjármálaeftirlitinu, Jónu Björk Guðnadóttur og Pál G. Þórhallsson frá Samtökum fjármálafyrirtækja, Þórólf Halldórsson frá Sýslumannafélagi Íslands og Hjörleif Gíslason frá embætti umboðsmanns skuldara.

3) 683. mál - dómstólar Kl. 09:40
Málið var afgreitt frá nefndinni. Undir nefndarálit rita: BjörgvS, ÞrB, JRG, ÁÞS, ÞKG, RR, SF, BJ.

4) 663. mál - viðurkenning á faglegri menntun og hæfi til starfa hér á landi Kl. 09:45
Málið var afgreitt frá nefndinni. Undir nefndarálit rita: BjörgvS, ÞrB, JRG, ÁÞS, ÞKG, RR, SF, BJ.

5) 8. mál - meðferð sakamála og meðferð einkamála Kl. 09:50
Málið var afgreitt af meiri hluta nefndarinnar með breytingartillögu við frumvarpið. Undir nefndarálit meiri hlutans rita: BjörgvS, ÞrB, JRG, ÁÞS, BJ.

6) 717. mál - aðgerðir gegn skipulagðri glæpastarfsemi Kl. 10:00
Málið var afgreitt frá nefndinni með breytingartillögu. Undir nefndarálit rita: BjörgvS, ÞrB, JRG, ÁÞS, ÞKG, RR, SF, BJ.

7) 719. mál - heiðurslaun listamanna Kl. 10:05
Málið var afgreitt af meiri hluta nefndarinnar með breytingartillögu. Undir nefndarálit meiri hlutans rita: BjörgvS, JRG, ÁÞS, ÞKG, RR, BJ.

8) Önnur mál. Kl. 10:10
Fleira var ekki gert.
ÞrB vék af fundi kl. 10:05.

Fundi slitið kl. 10:10