11. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 31. október 2012 kl. 15:18


Mættir:

Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 15:18
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (GLG), kl. 15:18
Sigmundur Ernir Rúnarsson (SER), kl. 15:18
Skúli Helgason (SkH), kl. 15:18
Tryggvi Þór Herbertsson (TÞH), kl. 16:16
Þráinn Bertelsson (ÞrB), kl. 15:18

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerðir. Kl. 15:18
Dagskrárlið frestað.

2) 134. mál - áfengislög Kl. 15:20
Á fund nefndarinnar komu Bryndís Helgadóttir og Helgi Valberg Jensson frá innanríkisráðuneytinu og Tryggvi Axelsson og Þórunn Anna Árnadóttir frá Neytendastofu. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Kynning á skátastarfi. Kl. 16:03
Á fund nefndarinnar kom Bragi Björnsson frá bandalagi íslenskra skáta. Kynnti hann skátahreyfinguna og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) 110. mál - bókmenntasjóður o.fl. Kl. 16:18
Á fund nefndarinnar komu Halldóra Jónsdóttir frá Bókmenntasjóði og Kristján B. Jónsson og Egill Örn Jóhannsson frá félagi íslenskra bókaútgefanda. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) Tilskipun 2012/7/EU um öryggi leikfanga. Kl. 16:47
Á fund nefndarinnar komu Bergþór Magnússon frá utanríkisráðuneytinu og Björn Freyr Björnsson frá innanríkisráðuneytinu. Fóru þeir yfir tilskipunina og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) 292. mál - meðferð sakamála Kl. 16:54
Dagskrárlið frestað.

7) Önnur mál. Kl. 16:55
Fleira var ekki rætt.
BjörgvS var fjarverandi vegna persónulegra aðstæðna.
ÞKG og SF voru fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.
SER vék af fundi 15:37.

Fundi slitið kl. 16:55