35. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 29. janúar 2013 kl. 09:02


Mættir:

Björgvin G. Sigurðsson (BjörgvS) formaður, kl. 09:02
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 09:07
Eygló Harðardóttir (EyH) fyrir SF, kl. 10:03
Margrét Pétursdóttir (MPét) fyrir ÓGunn, kl. 09:02
Sigmundur Ernir Rúnarsson (SER), kl. 09:02
Skúli Helgason (SkH), kl. 09:02
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:02
Þuríður Backman (ÞBack) fyrir ÞrB, kl. 09:02

TÞH var fjarverandi vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) 194. mál - Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu Kl. 09:02
Á fund nefndarinnar komu Jón Vilberg Guðjónsson og Þorgeir Ólafsson frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Fóru þeir yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) Ákvörðun um að hafa 3. dagskrárlið opinn fréttamönnum. Kl. 10:02
Borin var upp sú tillaga að hafa 3. dagskrárlið opinn fréttamönnum skv. 2. mgr. 19. gr. laga um þingsköp Alþingis nr. 55/1991. Það var samþykkt.

3) Kynferðisbrot gegn börnum og ungmennum. Kl. 10:04 - Opið fréttamönnum
Á fund nefndarinnar komu Benedikt Bogasson frá réttarfarsnefnd, Sigríður I. Friðjónsdóttir frá refsiréttarnefnd, Borgar Þór Einarsson frá Lögmannafélagi Íslands, Ólafur Örn Bragason og Anna Kristín Newton frá Sálarheil, Sigmar Guðmundsson frá RÚV og Reynir Traustason frá DV. Fóru þau yfir stöðu mála er lýtur að kynferðisbrotum gegn börnum og ungmennum.

4) Önnur mál. Kl. 12:02
Fleira var ekki rætt.
ÞKG vék af fundi kl. 11:42.
SER vék af fundi kl. 11:50.

Fundi slitið kl. 12:02