3. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 142. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8–10, þriðjudaginn 18. júní 2013 kl. 09:30


Mættir:

Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) formaður, kl. 09:30
Páll Valur Björnsson (PVB) 1. varaformaður, kl. 09:30
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 09:30
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 09:30
Guðbjartur Hannesson (GuðbH), kl. 09:30
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:30
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 09:30
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:30

JMS var fjarverandi.

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundagerðir síðasta fundar. Kl. 09:30
Dagskrárlið frestað.

2) 2. mál - meðferð einkamála Kl. 09:35
Á fund nefndarinnar komu Benedikt Bogasson frá Réttarfarsnefnd og Ásta S. Helgadóttir og Hjörleifur Gíslason frá Umboðsmanni skuldara. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 11. mál - Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu Kl. 10:40
Á fund nefndarinnar komu Kolbrún Halldórsdóttir og Ragnar Bragason frá Bandalagi íslenskra leikara, Viðar Hreinsson frá Hollvinasamtökum Ríkisútvarpsins og Lárus Ýmir Óskarsson. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 2. mál - meðferð einkamála Kl. 11:00
Á fund nefndarinnar kom Þorgeir Ingi Njálsson frá Dómstólaráði. Fór hann yfir frumvarpið og svaraði spurningum nefndarmanna.

5) 9. mál - aðgerðir vegna skuldavanda heimila á Íslandi Kl. 11:25
Nefndin fékk umsagnarbeiðni frá efnahags- og viðskiptanefnd um mál 9, aðgerðir vegna tillögu til þingsályktunar um aðgerðir vegna skuldavanda heimilana á Íslandi. Frestur til að skila umsögn er til 21. júní. Nefndin ræddi þingsálytkunartillöguna í heild sinni.

6) Önnur mál allsherjar- og menntamálanefndar á 142. þingi Kl. 11:40
Fleira var ekki rætt.

Fundi slitið kl. 11:40