7. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 142. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8–10, fimmtudaginn 27. júní 2013 kl. 08:30


Mættir:

Páll Valur Björnsson (PVB) 1. varaformaður, kl. 08:30
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 08:30
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 08:30
Guðbjartur Hannesson (GuðbH), kl. 08:30
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 08:30
Jóhanna María Sigmundsdóttir (JMS), kl. 08:30
Katrín Jakobsdóttir (KJak), kl. 08:30
Sigríður Á. Andersen (SÁA), kl. 08:30
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 08:30

SÁA sat fundinn í stað UBK.
KJak sat fundinn í stað SSv.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) 14. mál - Hagstofa Íslands Kl. 08:32
Á fundinn komu Björg Thorarensen, Hörður Helgi Helgason og Þórður Sveinsson frá Persónuvernd, Páll Þórhallsson frá forsætisráðuneyti og Ólafur Hjálmarsson, Hrafnhildur Arnkelsdóttir og Rósmundur Guðnason frá Hagstofu Íslands. Fulltrúar Persónuverndar gerðu grein fyrir umsögn um frumvarpið ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

Næst komu á fundinn Sigríður Logadóttir, Harpa Jónsdóttir og Tómas Örn Kristinsson frá Seðlabanka Íslands auk þess sem fulltrúar forsætisráðuneytis og Hagstofu Íslands sátu fundinn áfram.

Fulltrúar Seðlabanka Íslands gerðu grein fyrir afstöðu til frumvarpsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) 11. mál - Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu Kl. 10:00
VilÁ kynnti fyrir nefndinni breytingartillögu um áheyrnaraðild samtaka starfsmanna í stjórn Ríkisútvarpsins.

Samþykkt að nefndarmenn fengju tækifæri til að kynna sér tillöguna.

3) Önnur mál Kl. 10:24
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:25