19. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 24. nóvember 2014 kl. 12:00


Mættir:

Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) formaður, kl. 12:00
Páll Valur Björnsson (PVB) 1. varaformaður, kl. 12:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 12:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 12:00
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 12:00
Guðbjartur Hannesson (GuðbH), kl. 12:00
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 12:00
Jóhanna María Sigmundsdóttir (JMS), kl. 12:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 12:00

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 12:00
Fundargerðir 17. og 18. voru samþykktar.

2) Veiting ríkisborgararéttar. Kl. 12:05
Nefndin skipaði undirnefnd sem mun fjalla um veitingu ríkisborgararéttar. Undirnefndina skipa UBK, HHG og JMS.

3) 209. mál - bætt hljóðvist og aðgerðir til að draga úr erilshávaða í kennsluhúsnæði Kl. 12:10
Borin var upp sú tillaga að BjG yrði framsögumaður. Það var samþykkt.

4) 55. mál - kaup ríkisins á Grímsstöðum á Fjöllum Kl. 12:13
Borin var upp sú tillaga að BjG yrði framsögumaður. Það var samþykkt.

5) 395. mál - almenn hegningarlög Kl. 12:15
Borin var upp sú tillaga að HHG yrði framsögumaður. Það var samþykkt.

6) 397. mál - dagur helgaður fræðslu um mannréttindi barna Kl. 12:17
Borin var upp sú tillaga að PVB yrði framsögumaður. Það var samþykkt.

7) Heiðurslaun listamanna. Kl. 12:18
Nefndin fjallaði um veitingu heiðurslauna listamanna.

8) Myndlistaskólinn í Reykjavík. Kl. 12:30
Á fund nefndarinnar komu Áslaug Thorlacius og Margrét H. Blöndal frá Myndlistaskólanum í Reykjavík. Ræddu þær stöðu skólans og svöruðu spurningum nefndarmanna.

9) Önnur mál Kl. 13:00
Fleira var ekki rætt.

Fundi slitið kl. 13:00