33. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 5. febrúar 2015 kl. 09:04


Mættir:

Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) formaður, kl. 09:04
Páll Valur Björnsson (PVB) 1. varaformaður, kl. 09:04
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 09:04
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:04
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 09:11
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:04
Jóhanna María Sigmundsdóttir (JMS), kl. 09:08

Guðbjartur Hannesson var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.
Vilhjálmur Árnason var fjarverandi.

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) 426. mál - grunnskólar Kl. 09:04
Á fund nefndarinnar komu Elísabet Pétursdóttir, Jón Vilberg Guðjónsson og Sigríður Lára Ásbergsdóttir frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) Staða mála. Kl. 09:25
Formaður nefndarinnar fór yfir stöðu þingmála í nefndinni.

3) 470. mál - almenn hegningarlög Kl. 09:50
Borin var upp sú tillaga að Vilhjálmur Árnason yrði framsögumaður málsins. Það var samþykkt.

4) 475. mál - almenn hegningarlög Kl. 09:52
Borin var upp sú tillaga að Helgi Hrafn Gunnarsson yrði framsögumaður málsins. Það var samþykkt.

5) 436. mál - almenn hegningarlög Kl. 09:54
Borin var upp sú tillaga að Páll Valur Björnsson yrði framsögumaður málsins. Það var samþykkt.

6) 403. mál - örnefni Kl. 09:55
Nefndin hélt áfram málsmeðferð sinni.

7) Önnur mál Kl. 10:00
Borin var upp sú tillaga að Unnur Brá Konráðsdóttir yrði framsögumaður á máli 430., Meðferð sakamála og lögreglulög (skipan ákæruvalds, rannsókn efnahagsbrota o.fl.), það var samþykkt.
Borin var upp sú tillaga að Líneik Anna Sævarsdóttir yrði framsögumaður á máli 376., Schengen-upplýsingakerfið á Íslandi (uppfærsla kerfisins), það var samþykkt.
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:02