38. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 27. febrúar 2015 kl. 08:30


Mættir:

Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) formaður, kl. 08:30
Páll Valur Björnsson (PVB) 1. varaformaður, kl. 08:30
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 08:30
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ) fyrir Halldóru Mogensen (HallM), kl. 09:00
Guðbjartur Hannesson (GuðbH), kl. 08:30
Halldóra Mogensen (HallM) fyrir Helga Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 08:30
Jóhanna María Sigmundsdóttir (JMS), kl. 08:45
Svandís Svavarsdóttir (SSv) fyrir Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur (BjG), kl. 08:30
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 08:30
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) fyrir Elsu Láru Arnardóttur (ELA), kl. 08:30

Halldóra Mogensen vék af fundi kl. 09:00
Karl Garðarsson sat fundinn í upphafi fyrir Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttir, frá 08:30-08:34.

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) 17. mál - verslun með áfengi og tóbak o.fl. Kl. 08:30
Borin var upp tillaga að afgreiða frumvarpið frá nefndinni. Meiri hluti nefndarinnar samþykkti það ( UBK, VilÁ, HallM, PVB og Wþþ).

Bókun Guðbjarts Hannessonar og Svandísar Svavarsdóttir: Undirrituð gagnrýna harðlega að formaður nefndarinnar hefur setið um að setja þetta mál á dagskrá nefndarinnar og afgreiða það út úr nefnd þegar ákveðnir aðalmenn nefndarinnar eiga ekki kost á að mæta.
Það vekur athygli að þetta mál er eina þingmannamálið af 16 málum, sem fengið hefur umfjöllun nefndarinnar.
Þetta er sérstaklega athyglisvert þar sem aðeins 2 af aðalmönnum nefndarinnar standa að nefndaráliti um málið.
Það er ekki sæmandi formanni allsherjar- og menntamálanefndar að standa fyrir slíkum vinnubrögðum.

2) 573. mál - nauðungarsala Kl. 09:00
Á fund nefndarinnar kom Bryndís Helgadóttir frá innanríkisráðuneytinu. Fór hún yfir frumvarpið og svaraði spurningum nefndarmanna.
Nefndin afgreiddi álit sitt á frumvarpinu.

3) Mat ríkislögreglustjóra á hættu af hryðjuverkum og öðrum stórfelldum árásum Kl. 09:20
Á fund nefndarinnar komu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir frá innanríkisráðuneytinu, Sigríður Björk Guðjónsdóttir, Alda Hrönn Jóhannsdóttir, Friðrik S. Björgvinsson og Jón HB. Snorrason frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, Óttar Proppé formaður þingmannanefndar um útlendingamál og Ásgeir Karlsson, Gylfi Gylfason og Björn Ingiberg Jónsson frá embætti ríkislögreglustjóra. Fóru þau yfir skýrslu ríkislögreglustjóra um mat á hættu á hryðjuverkum og öðrum stórfeldum árásum og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 10:20
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:20