41. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 9. mars 2015 kl. 15:15


Mættir:

Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) formaður, kl. 15:18
Páll Valur Björnsson (PVB) 1. varaformaður, kl. 15:18
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 15:18
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 15:18
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 15:18
Jóhanna María Sigmundsdóttir (JMS), kl. 15:18
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 15:18

Guðbjartur Hannesson og Líneyk Anna Sævarsdóttir voru fjarverandi.

Hlé var gert á fundinum kl. 16:15-16:40.

Nefndarritari: Sesselja Sigurðardóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:18
Umræðu um dagskrárliðinn var frestað.

2) 186. mál - fullgilding bókunar við samning Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum (OPCAT) Kl. 15:19
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið, eftir umsagnarbeiðni utanríkismálanefndar sem hefur það til meðferðar.

3) 456. mál - Menntamálastofnun Kl. 15:20
Á fund nefndarinnar komu Hjördís Stefánsdóttir og Vigdís Eva Líndal frá Persónuvernd, Jóhanna Einarsdóttir og Anna Kristín Sigurðardóttir frá Menntavísindasviði, Aldís Yngvadóttir og Berglind Rós Magnúsdóttir.

Gestirnir fóru yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 426. mál - grunnskólar Kl. 16:58
Umræðu um dagskrárliðinn var frestað.

5) Tilskipun 2013/11/ESB er varðar lausn deilna í neytendamálum Kl. 17:00
Fjallað var um 5. og 6. dagskrárlið sameiginlega. Á fundinn komu Anna Katrín Vilhjálmsdóttir frá utanríkisráðuneyti, Sigurbergur Björnsson frá innanríkisráðuneyti og Tryggvi Axelsson frá Neytendastofu. Gestirnir gerðu grein fyrir málinu og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) Reglugerð (ESB) nr. 524/2013 er varðar lausn deilna í netviðskiptum neytenda Kl. 17:00
Sjá bókun við dagskrárlið 5.

7) Önnur mál Kl. 17:25
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 17:25