44. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 12. mars 2015 kl. 09:15


Mættir:

Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) formaður, kl. 09:15
Páll Valur Björnsson (PVB) 1. varaformaður, kl. 09:15
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 09:30
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 10:20
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 10:20
Guðbjartur Hannesson (GuðbH), kl. 09:15
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:15
Jóhanna María Sigmundsdóttir (JMS), kl. 09:15

Vilhjálmur Árnason var fjarverandi vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerðir Kl. 09:15
Fundargerðir 39,40,41,42 og 43 voru samþykktar.

2) Reglugerð (ESB) nr. 524/2013 er varðar lausn deilna í netviðskiptum neytenda Kl. 09:20
Nefndin samþykkti álit sitt vegna reglugerðar ESB nr. 524/2013, er varðar lausn deilna í netviðskiptum.
Allir nefndarmenn voru á áliti.
Vilhjálmur Árnason var á áliti sbr. 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fyrir fastanefndir Alþingis.

3) Tilskipun 2013/11/ESB er varðar lausn deilna í neytendamálum Kl. 09:25
Nefndin samþykkti álit sitt vegna tilskipanar 2013/11/ESB, er varðar lausn deilna í neytendamálaum.
Allir nefndarmenn samþykkir áliti.
Vilhjálmur Árnason var á áliti sbr. 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fyrir fastanefndir Alþingis.

4) 186. mál - fullgilding bókunar við samning Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum (OPCAT) Kl. 09:30
Nefndin samþykkti umsögn sína til utanríkismálanefndar.
Allir nefndarmenn voru samþykkir umsögninni.
Vilhjálmur Árnason var á áliti sbr. 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fyrir fastanefndir Alþingis.

5) Upplýsingafundur um framkvæmd innheimtu námslána og ábyrgðir dánarbúa. Kl. 09:33
Á fund nefndarinnar komu Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir, Jónas Fr. Jónsson og Katrín Helga Hallgrímsdóttir frá Lánasjóði íslenskra námsmanna. Fóru þau yfir framkvæmd innheimtu námslána og ábyrgðir dánarbúa og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) 31. mál - Lánasjóður íslenskra námsmanna Kl. 10:00
Á fund nefndarinnar komu Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir, Jónas Fr. Jónsson og Katrín Helga Hallgrímsdóttir frá Lánasjóði íslenskra námsmanna. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

7) 426. mál - grunnskólar Kl. 10:10
Nefndin afgreiddi álit sitt.
Að áliti meiri hlutans standa Unnur Brá Konráðsdóttir, Líneik Anna Sævarsdóttir, Elsa Lára Arnardóttir og Jóhanna María Sigmundsdóttir.
Vilhjálmur Árnason er samþykkur áliti í samræmi við 4. mgr. 18. gr. starfsreglna um fastanefndir Alþingis.

8) 475. mál - almenn hegningarlög Kl. 10:20
Á fund nefndarinnar komu Ólafur Eggertsson frá Berunessókn (símafundur), Kristinn Ásgrímsson og Þórdís Karlsdóttir frá Hvítasunnukirkjunni í Keflavík, Helgi Gunnarsson frá Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu, Ólafur Kristinsson frá Kaþólsku kirkjunni á Íslandi og Jón Valur Jensson. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

9) 470. mál - almenn hegningarlög Kl. 11:00
Á fund nefndarinnar komu Alda Hrönn Jóhannsdóttir frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og Daði Kristjánsson frá Ríkissaksóknara. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

10) 463. mál - handtaka og afhending manna til og frá Íslandi á grundvelli handtökuskipunar Kl. 11:10
Á fund nefndarinnar komu Bryndís Helgadóttir, Hinrika Sandra Ingimundardóttir og María Kristín Pálsdóttir frá innanríkisráðuneytinu og Einar Tryggvason frá Ríkissaksóknara. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

11) 108. mál - fjölmiðlar Kl. 11:40
Á fund nefndarinnar komu Einar Þór Sverrisson og Jóhanna Margrét Gísladóttir frá 365 fjölmiðlum, Guðrún Kvaran frá Íslenskri málnefnd og Margrét Steinarsdóttir frá Mannréttindaskrifstofu Íslands. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

12) 466. mál - samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks Kl. 12:10
Nefndin afgreiddi álit sitt.
Allir viðstaddir nefndarmenn samþykkir áliti.
Vilhjálmur Árnason var á álitinu í samræmi við 4. mgr. 18. gr. starfsreglna um fastanefndir Alþingis.

13) Önnur mál Kl. 12:25
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:25