62. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 18. maí 2015 kl. 15:00


Mættir:

Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) formaður, kl. 15:00
Páll Valur Björnsson (PVB) 1. varaformaður, kl. 15:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 15:18
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 15:00
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 15:00
Guðbjartur Hannesson (GuðbH), kl. 15:00
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 15:00
Jóhanna María Sigmundsdóttir (JMS), kl. 15:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 15:00

Unnur Brá Konráðsdóttir vék af fundi kl. 15:45 og kom aftur kl. 17:00.
Páll Valur Björnsson vék af fundi kl. 18:00.
Helgi Hrafn Gunnarsson vék af fundi kl. 18:15.

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:00
Fundargerð nr. 61 var samþykkt.

2) 638. mál - sjálfstætt eftirlit með starfsemi og starfsháttum lögreglu Kl. 15:05
Borin var upp sú tillaga að Helgi Hrafn Gunnarsson verði framsögumaður málsins. Það var samþykkt.

3) 502. mál - lýðháskólar Kl. 15:10
Borin var upp sú tillaga að Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir yrði framsögumaður málsins. Það var samþykkt.

4) 673. mál - vopnalög Kl. 15:15
Á fund nefndarinnar komu Jón Ingi Sigvaldason og Jón Svanverg Hjartarson frá slysavarnarfélaginu Landsbjörg, Ingibjörg Halldórsdóttir og Guðmundur Gunnarsson frá Mannvirkjastofnun, Birkir Guðlaugsson og Tryggvi Axelsson frá Neytendastofu og Skóli Þór Gunnsteinsson frá innanríkisráðuneytinu. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 687. mál - lögræðislög Kl. 16:00
Á fund nefndarinnar komu Styrmir Gunnarsson, Héðinn Unnsteinsson, Stefán B. Matthíasson frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Engilbert Sigurðsson frá Landspítala háskólasjúkrahúsi, Margrét Steinarsdóttir frá Mannréttindaskrifstofu Íslands, Eiríkur Karl Smith og Snæfríður Þ. Egilsson frá rannsóknarsetri í fötlunarfræðum við Háskóla Íslands, Auður Axelsdóttir og Herdís Eiríksdóttir frá Hugarafli, Guðlín Steinsdóttir, Rún Knútsdóttir og Halldór Gunnarsson frá Velferðarráðuneytinu, Halldór Snær Guðbergsson og Hrefna K. Óskarsdóttir frá Öryrkjabandalagi Íslands og Tryggvi Þórhallson frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) 703. mál - þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta Kl. 18:10
Á fund nefndarinnar komu Þorsteinn Magnússon og Ása Ólafsdóttir frá Óbyggðanefnd og Þóra Björg Jónsdóttir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

7) Önnur mál Kl. 18:30
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 18:30