42. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 8. maí 2018 kl. 09:01


Mættir:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 09:01
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 09:01
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) 2. varaformaður, kl. 09:01
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:01
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:03
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 09:01
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ), kl. 09:10

Andrés Ingi Jónsson og Anna Kolbrún Árnadóttir boðuðu forföll vegna þingstarfa erlendis.

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:01
Frestað.

2) 50. mál - þjóðarsátt um bætt kjör kvennastétta Kl. 09:02
Á fund nefndarinnar kom Sonja Ýr Þorbergsdóttir frá Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja - BSRB sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 465. mál - kvikmyndalög Kl. 09:23
Á fund nefndarinnar komu Agnes Guðjónsdóttir og Þorgeir Ólafsson frá mennta- og menningarmálaráðuneyti. Gestir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Tillaga um að Willum Þór Þórsson verði framsögumaður málsins var samþykkt.

4) 393. mál - jöfn meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna Kl. 09:38
Á fund nefndarinnar komu Sólveig B. Gunnarsdóttir frá Samtökum atvinnulífsins og Jón Fannar Kolbeinsson og Hugrún Hjaltadóttir frá Jafnréttisstofu. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 394. mál - jöfn meðferð á vinnumarkaði Kl. 09:38
Á fund nefndarinnar komu Sólveig B. Gunnarsdóttir frá Samtökum atvinnulífsins og Jón Fannar Kolbeinsson og Hugrún Hjaltadóttir frá Jafnréttisstofu. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) 466. mál - skil menningarverðmæta til annarra landa Kl. 10:35
Tillaga um að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

7) 269. mál - Kristnisjóður o.fl. Kl. 10:35
Tillaga um að Jón Steindór Valdimarsson verði framsögumaður málsins var samþykkt.

8) 236. mál - aðgengi að stafrænum smiðjum Kl. 10:36
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, framsögumaður málsins, kynnti drög að nefndaráliti. Nefndin fjallaði um málið.

9) 213. mál - almenn hegningarlög Kl. 10:45
Nefndin fjallaði um málið.

10) Störf nefndarinnar Kl. 11:06
Nefndin ræddi stöðu mála í nefndinni.

11) Veiting ríkisborgararéttar Kl. 11:12
Samþykkt að Páll Magnússon, Steinunn Þóra Árnadóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skipi undirnefnd sem fjalli um umsóknir um ríkisborgararétt.

12) Önnur mál Kl. 11:14
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:23