52. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 2. apríl 2019 kl. 09:05


Mættir:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 09:05
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 09:05
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) 2. varaformaður, kl. 09:05
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:05
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:05
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:05
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP) fyrir Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 09:05

Birgir Ármannsson og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir boðuðu forföll.

Þórarinn Ingi Pétursson vék af fundi kl. 11:12 og kom Willum Þór Þórsson í hans stað. Anna Kolbrún Árnadóttir vék af fundi kl. 11:12.

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:05
Fundargerðir 50. og 51. fundar voru samþykktar.

2) 543. mál - almenn hegningarlög Kl. 09:05
Á fund nefndarinnar kom Arnþrúður Karlsdóttir frá Útvarpi Sögu sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar komu einnig Hörður Helgi Helgason, Björg María Oddsdóttir, Anna Lúðvíksdóttir og Birna Guðmundsdóttir frá Amnesty International. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar komu jafnframt Áshildur Linnet og Nína Helgadóttir frá Rauða krossinum á Íslandi. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þar að auki komu Þorbjörg Þorvaldsdóttir og Daníel E. Arnarsson frá Samtökunum ´78. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Að lokum kom Nichole Leigh Mosty frá Samtökum kvenna af erlendum uppruna sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 9. mál - mannanöfn Kl. 10:52
Á fund nefndarinnar komu Guðrún Nordal og Ari Páll Kristinsson frá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 411. mál - opinber stuðningur við vísindarannsóknir Kl. 11:12
Willum Þór Þórsson, framsögumaður málsins, kynnti drög að nefndaráliti. Nefndin fjallaði um málið.

Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt.

Allir viðstaddir nefndarmenn standa saman að nefndaráliti, þar af Jón Steindór Valdimarsson með fyrirvara. Anna Kolbrún Árnadóttir, Birgir Ármannsson og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifa undir álitið samkvæmt 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fyrir fastanefndir Alþingis.

5) 752. mál - kynrænt sjálfræði Kl. 11:20
Tillaga um að senda málið til umsagnar var samþykkt.

Tillaga um að Steinunn Þóra Árnadóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

6) Önnur mál Kl. 11:20
Nefndin ræddi störf nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 11:25