3. fundur
atvinnuveganefndar á 152. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn fimmtudaginn 27. janúar 2022 kl. 09:08


Mætt:

Stefán Vagn Stefánsson (SVS) formaður, kl. 09:08
Gísli Rafn Ólafsson (GRÓ) 1. varaformaður, kl. 09:08
Hildur Sverrisdóttir (HildS) 2. varaformaður, kl. 09:08
Berglind Ósk Guðmundsdóttir (BGuðm), kl. 09:08
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:08
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:08
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 09:08
Inga Sæland (IngS) fyrir (TAT), kl. 09:08
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 09:08

Nefndarritari: Sigrún Rósa Björnsdóttir

Bókað:

1) Riðuveiki í sauðfé Kl. 09:08
Á fund nefndarinnar Kolbeinn Árnason og Elísabet Anna Jónsdóttir frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, Eyþór Einarsson frá Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins, Stefanía Þorgeirsdóttir og Vilhjálmur Svansson frá Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum, Karólína Elísabetardóttir frá Hvammshlíð, Gunnar Þorgeirsson, Vigdís Häsler, Unnsteinn S. Snorrason, Guðrún V. Steingrímsdóttir og Ásgeir Helgi Jóhannsson frá Bændasamtökum Íslands og Sigurbjörg Ólöf Bergsdóttir frá Matvælastofnun. Sigurbjörg vék af fundi kl. 9:57 og þá mætti Sigurborg Daðadóttir frá Matvælastofnun í hennar stað. Vilhjálmur vék af fundi kl. 10:05 og aðrir gestir viku af fundi kl. 10:08.

Nefndin ræddi málið.

2) 142. mál - stórefling innlendrar matvælaframleiðslu og öruggt og fyrirsjáanlegt rekstrarumhverfi landbúnaðar Kl. 10:11
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti og að Þórarinn Ingi Pétursson verði framsögumaður þess.

3) Fundargerð Kl. 10:12
Nefndin samþykkti fundargerð 2. fundar.

4) 15. mál - velferð dýra Kl. 10:12
Inga Sæland óskaði eftir að 15. mál Velferð dýra (blóðmerarhald) yrði tekið á dagskrá nefndarinnar sbr. 15. gr. þingskapa. Gísli Rafn Ólafsson og Hanna Katrín Friðriksson studdu þá beiðni.

5) Önnur mál Kl. 10:15
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:19