14. fundur
atvinnuveganefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 21. nóvember 2023 kl. 09:00


Mætt:

Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP) formaður, kl. 09:00
Gísli Rafn Ólafsson (GRÓ) 1. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:00
Berglind Harpa Svavarsdóttir (BHS), kl. 09:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:00
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:00
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 09:00
Magnús Árni Skjöld Magnússon (MagnM), kl. 09:00
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:00
Tómas A. Tómasson (TAT) fyrir Ingu Sæland (IngS), kl. 09:00

Nefndarritari: Ívar Már Ottason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:04
Frestað.

2) 5. mál - bann við fiskeldi í opnum sjókvíum Kl. 09:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Gunnar Örn Petersen frá Landssambandi Veiðifélaga og Kristinn H. Gunnarsson

3) 348. mál - raforkulög Kl. 09:45
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Pétur Blöndal frá Samál, Smára Kristinsson frá Alcoa Fjarðaráli, Gunnar Guðlaugsson og Guðrúnu Höllu Finnsdóttur frá Norðuráli og Maríu Guðjónsdóttur frá Viðskiptaráði Íslands.

4) Veiðistjórn grásleppu Kl. 11:00
Meiri hluti nefndarinnar ákvað að flytja frumvarp til laga um breytingu á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og lögum um stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu). Að meiri hluta nefndar standa Þórarinn Ingi Pétursson, Ásmundur Friðriksson, Berglind Harpa Sigurðardóttir, Hanna Katrín Friðriksson, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, Orri Páll Jónsson og Óli Björn Kárason.

5) Raforkuöryggi Kl. 11:05
Nefndin fjallaði um málið.

6) Önnur mál Kl. 11:10
Nefndin ákvað að óska eftir upplýsingum frá innviðaráðuneyti um nýlegan dóm Héraðsdóms Vestfjarða, dags. 9. nóvember 2023, í máli Vesturbyggðar gegn Arnarlaxi ehf. sem varðaði innheimtu aflagjalda.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:15