41. fundur
atvinnuveganefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, þriðjudaginn 12. mars 2024 kl. 09:00


Mætt:

Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP) formaður, kl. 09:00
Gísli Rafn Ólafsson (GRÓ) 1. varaformaður, kl. 09:00
Birgir Þórarinsson (BirgÞ) 2. varaformaður, kl. 09:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:00
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:20
Jóhann Páll Jóhannsson (JPJ), kl. 09:00
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 09:00
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:00
Tómas A. Tómasson (TAT) fyrir Ingu Sæland (IngS), kl. 09:00

Nefndarritari: Ívar Már Ottason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Frestað.

2) 690. mál - veitingastaðir, gististaðir og skemmtanahald Kl. 09:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Jóhannes Þór Skúlason og Baldur Sigmundsson frá Samtökum ferðaþjónustunnar, Sölva Melax frá Heimaleigu ehf. og Kristófer Oliversson, Unni Steinsson og Guðjón Rúnarsson frá Fyrirtækjum í hótel- gistiþjónustu.

3) 521. mál - veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða Kl. 10:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Örn Pálsson frá Landssambandi smábátaeigenda, Stefán Guðmundsson frá grásleppuútgerðum og vinnslu á Húsavík og Axel Helgason grásleppusjómann.

4) Önnur mál Kl. 11:15
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:15