20. fundur
atvinnuveganefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 20. nóvember 2019 kl. 15:00


Mættir:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) formaður, kl. 15:00
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (AFE) 1. varaformaður, kl. 15:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) 2. varaformaður, kl. 15:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 15:00
Inga Sæland (IngS), kl. 15:00
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 15:00
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 15:00
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 15:00
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 15:00
Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV) fyrir Þorgerði K. Gunnarsdóttur (ÞKG), kl. 15:00
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ) fyrir Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 15:00

Njáll Trausti Friðbertsson vék af fundi kl. 16:15.
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir vék af fundi kl. 16:30.

Nefndarritari: Birgitta Kristjánsdóttir

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, 1. varaformaður, stýrði fundi frá kl. 17:11-17:16.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:00
Frestað.

2) Áhrif Samherjamálsins á önnur fyrirtæki og sjávarútveg á Íslandi í heild Kl. 15:00
Á fund nefndarinnar mætti Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ásamt Kristjáni Skarphéðinssyni og Gunnari Atla Gunnarssyni frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Gestirnir kynntu mál sitt og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 318. mál - breyting á ýmsum lögum á sviði matvæla Kl. 16:15
Á fund nefndarinnar mættu Elín Aradóttir og Sigríður Bjarnadóttir frá Framleiðnisjóði landbúnaðarins, Sigurður Eyþórsson og Guðrún Sigríður Tryggvadóttir frá Bændasamtökum Íslands, Viktor S. Pálsson og Jónína Þ. Stefánsdóttir frá Matvælastofnun og Jóhannes Þór Skúlason frá Samtökum ferðaþjónustunnar.
Gestirnir kynntu mál sitt og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 17:20
Í upphafi fundar bar formaður upp beiðni fjölmiðla um heimild til að taka myndir af nefndarmönnum fyrir fundinn. Nefndin samþykkti.

Nefndin ræddi starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 17:22