29. fundur
atvinnuveganefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 14. janúar 2020 kl. 09:05


Mætt:

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (AFE) 1. varaformaður, kl. 09:05
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) 2. varaformaður, kl. 09:05
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 10:10
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 09:20
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:05
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 09:05
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 09:05
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 09:05
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:05

Lilja Rafney Magnúsdóttir boðaði forföll.
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir var viðstödd fundinn í gegnum fjarfundabúnað.
Halla Signý Kristjánsdóttir stýrði fundi.

Nefndarritari: Arnar Kári Axelsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:05
Frestað.

2) 386. mál - leiga skráningarskyldra ökutækja Kl. 09:05
Á fund nefndarinnar mættu Runólfur Ólafsson og Björn Kristjánsson frá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda. Fjölluðu þeir um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Staða flutningskerfis raforku í ljósi rafmagnsleysis af völdum óveðurs. Kl. 09:45
09:45 Á fund nefndarinnar mættu Guðmundur Ingi Ásmundsson og Nils Gústavsson frá Landsneti hf. og Tryggvi Þór Haraldsson frá RARIK ohf. Fjölluðu þeir um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

10:50 Á fund nefndarinnar mættu Hjálmar Björgvinsson frá almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra, Jón Svanberg Hjartarson og Friðfinnur Freyr Guðmundsson frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg og Sigurjón Hendriksson frá Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Fjölluðu þeir um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 11:40
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:40