34. fundur
atvinnuveganefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 28. janúar 2020 kl. 09:35


Mætt:

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (AFE) 1. varaformaður, kl. 09:35
Bjarni Jónsson (BjarnJ), kl. 09:35
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 09:35
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:35
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 09:35
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 09:35
Stefán Vagn Stefánsson (SVS), kl. 09:35
Una Hildardóttir (UnaH), kl. 09:35
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:35

Ásmundur Friðriksson boðaði forföll vegna þingstarfa erlendis.

Nefndarritari: Arnar Kári Axelsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:35
Frestað.

2) 121. mál - mótun klasastefnu Kl. 09:35
09:35 Á fund nefndarinnar mættu Ásta Kristín Sigurjónsdóttir frá Íslenska ferðaklasanum, Þór Sigfússon frá Íslenska sjávarklasanum og Guðbjörg H. Óskarsdóttir frá Álklasanum. Þá var á fjarfundi Berglind Hilmarsdóttir frá Landbúnaðarklasanum. Fjölluðu þau um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

10:20 Á fund nefndarinnar mættu Karl Friðriksson og Hannes Ottósson frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Fjölluðu þeir um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 386. mál - leiga skráningarskyldra ökutækja Kl. 10:42
Nefndin fjallaði um málið.

4) Önnur mál Kl. 11:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:00