80. fundur
atvinnuveganefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 23. júní 2020 kl. 10:00


Mætt:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) formaður, kl. 10:00
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (AFE) 1. varaformaður, kl. 10:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) 2. varaformaður, kl. 10:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 10:00
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 10:00
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 10:00
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 10:00
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 10:00
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 10:00

Nefndarritarar:
Sigrún Rósa Björnsdóttir
Ívar Már Ottason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:00
Dagskrárlið frestað.

2) 639. mál - Orkusjóður Kl. 10:05
Nefndin fjallaði um málið og ákvað að það skyldi afgreitt til 3. umræðu.

Meiri hluti nefndar ritar undir álitið með breytingartillögu, Jón Þór Ólafsson ritar ekki undir álitið og breytingartillögu.

3) 944. mál - pakkaferðir og samtengd ferðatilhögun og ríkisábyrgðir Kl. 10:20
Meiri hluti nefndar samþykkti að flytja frumvarp til laga um breytingu á lögum um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun og lögum um ríkisábyrgðir (ferðaábyrgðasjóð.

Ákveðið var að Lilja Rafney Magnúsdóttir yrði framsögumaður málsins.

4) Önnur mál Kl. 10:45
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:45