81. fundur
atvinnuveganefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 25. júní 2020 kl. 09:30


Mætt:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) formaður, kl. 09:30
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (AFE) 1. varaformaður, kl. 09:30
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) 2. varaformaður, kl. 09:30
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:30
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) fyrir Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur (ÞSÆ), kl. 09:30
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:30
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 09:30
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 09:30
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 09:30
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:30

Nefndarritari: Sigrún Rósa Björnsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Dagskrárlið frestað.

2) 251. mál - lax- og silungsveiði Kl. 09:30
Nefndin samþykkti að afgreiða málið til annarrar umræðu með atkvæðum allra viðstaddra nefndarmanna að frátöldum Jóni Þóri Ólafssyni sem sat hjá við atkvæðagreiðsluna.

Allir viðstaddir nefndarmenn utan Albertínu Friðbjargar Elíasdóttur og Jóns Þórs Ólafssonar rituðu undir nefndarálit meiri hluta og breytingartillögur.

3) Kynning á veiðiráðgjöf Kl. 09:50
Nefndin ræddi við Sigurð Guðjónsson og Guðmund Þórðarson frá Hafrannsóknarstofnun - Rannsókna- og ráðgjafarstofnun hafs og vatna í gegnum fjarfundabúnað. Gestir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Nýsköpun og Covid-19 aðgerðir Kl. 10:30
Á fund nefndarinnar mætti Sigríður Valgeirsdóttir frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti. Hún kynnti málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

5) Önnur mál Kl. 09:45
Nefndin samþykkti að tillögu formanns, heimild til að boða til nefndarfunda í þingfundarhléi eftir þörfum til og með frestun þings.

Fundi slitið kl. 10:57