38. fundur
atvinnuveganefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 25. apríl 2023 kl. 09:10


Mætt:

Stefán Vagn Stefánsson (SVS) formaður, kl. 09:10
Gísli Rafn Ólafsson (GRÓ) 1. varaformaður, kl. 09:10
Ágústa Guðmundsdóttir (ÁGuðm), kl. 09:10
Berglind Ósk Guðmundsdóttir (BGuðm), kl. 09:10
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:10
Guðný Birna Guðmundsdóttir (GBG) fyrir Oddnýju G. Harðardóttur (OH), kl. 09:10
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:10
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 09:10
Sigurjón Þórðarson (SigurjÞ) fyrir Ingu Sæland (IngS), kl. 09:10

Nefndarritari: Ívar Már Ottason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Fundargerð 31. - 35. fundar var samþykkt.

2) 821. mál - Orkuveita Reykjavíkur Kl. 09:15
Nefndin samþykkti að Berglind Ósk Guðmundsdóttir yrði framsögumaður málsins.

Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Magnús Dige Baldursson, Hrein Hrafnkelsson og Ásu Ögmundsdóttur frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti, Elínu Smáradóttur frá Orkuveitu Reykjavíkur og Eddu Sif Aradóttur frá Carbfix ohf.

3) 957. mál - lax- og silungsveiði Kl. 10:00
Nefndin samþykkti að Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir yrði framsögumaður málsins.
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með fresti í tvær vikur.

Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Skúla Kristinn Skúlason og Sigríði Norðmann frá matvælaráðuneyti.

4) Kosning 2. varaformanns Kl. 10:30
Tillaga formanns þess efnis að Berglind Ósk Guðmundsdóttir verði 2. varaformaður atvinnuveganefndar var samþykkt einróma.

5) Önnur mál Kl. 10:30
Sigurjón Þórðarson lagði fram eftirfarandi bókun:

1. Frumvarp um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu) takmarkar atvinnufrelsi. Í ljósi 75. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands má aðeins gera það, ef almannahagsmunir krefjast þess. Í ljósi framangreinds er óskað eftir greinargerð frá stjórnarráðinu um hvaða almannahagsmunir kerfjist kvótasetningarinnar.

2. Óskað er eftir greinargerð og umfjöllun matvælaráðuneytis um hvort að kvótasetningin samræmist þeim svörum sem stjórnvöld gáfu til Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna í kjölfar álits um að brotið hefði verið á mannréttindum Erlings Sveins Haraldssonar og Arnar Snævars Sveinssonar.

3. Óskað er eftir að við meðferð málsins verð leitað eftir staðfestingu um hvort að sú ráðgjöf sem Hafró gefur út hafi hlotið úttekt Alþjóðahafrannsóknarráðsins.

Óskað er eftir að við umfjöllun málsins komi eftirfarandi gestir: Jón Kristjánsson fiskifræðingur, Halldór Gunnar Ólafsson sjávarútvegsfræðingur, Lúðvík Kaaber lögmaður, Jón Magnússon lögmaður, Valdimar Jóhannesson, Þorvaldur Gylfason hagfræðingur og Kjartan Sveinsson formaður Strandveiðifélags Íslands.


Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:00