43. fundur
atvinnuveganefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 5. maí 2023 kl. 09:10


Mætt:

Stefán Vagn Stefánsson (SVS) formaður, kl. 09:10
Gísli Rafn Ólafsson (GRÓ) 1. varaformaður, kl. 09:10
Berglind Ósk Guðmundsdóttir (BGuðm) 2. varaformaður, kl. 09:10
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:10
Friðjón R. Friðjónsson (FRF), kl. 09:10
Helgi Héðinsson (HHéð), kl. 09:10
Sigurjón Þórðarson (SigurjÞ) fyrir Ingu Sæland (IngS), kl. 09:10
Teitur Björn Einarsson (TBE), kl. 09:10

Nefndarritari: Ívar Már Ottason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Frestað.

2) 978. mál - aðgerðaáætlun í málefnum hönnunar og arkitektúrs fyrir árin 2023-2026 Kl. 09:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Sigrúnu Brynju Einarsdóttur og Kristrúnu Heiðu Hauksdóttur frá menningar- og viðskiptaráðuneyti.

3) 948. mál - handiðnaður Kl. 09:40
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Brynhildi Pálmarsdóttur og Ólaf Grétar Kristjánsson frá Háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðuneyti.

4) 914. mál - landbúnaðarstefna til ársins 2040 Kl. 10:20
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Eyjólf Ingva Bjarnason frá Dalabyggð og Snorra Sigurðsson frá Náttúrufræðistofnun Íslands.

5) 915. mál - matvælastefna til ársins 2040 Kl. 10:50
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Eyjólf Ingva Bjarnason frá Dalabyggð og Snorra Sigurðsson frá Náttúrufræðistofnun Íslands.

6) 537. mál - stjórn fiskveiða Kl. 11:30
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt. Málið var afgreitt án nefndarálits.

7) 538. mál - veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands Kl. 11:35
Frestað.

8) 539. mál - stjórn fiskveiða Kl. 11:40
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt. Málið var afgreitt án nefndarálits.

9) 943. mál - raforkulög Kl. 11:45
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með fresti í tvær vikur. Ákveðið var að Berglind Ósk Guðmundsdóttir yrði framsögumaður málsins.

10) 983. mál - raforkulög og Orkustofnun Kl. 11:50
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með fresti í tvær vikur. Ákveðið var að Teitur Björn Einarsson yrði framsögumaður málsins.

11) Önnur mál Kl. 12:00
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:00