41. fundur
atvinnuveganefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í færeyska herberginu Skála, miðvikudaginn 13. febrúar 2013 kl. 12:45


Mættir:

Einar K. Guðfinnsson (EKG), kl. 13:20
Jón Gunnarsson (JónG), kl. 12:45
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 12:45
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 12:45
Logi Már Einarsson (LME), kl. 12:45
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) fyrir BVG, kl. 13:20
Ólína Þorvarðardóttir (ÓÞ), kl. 12:45
Sigmundur Ernir Rúnarsson (SER), kl. 13:20
Vigdís Hauksdóttir (VigH) fyrir SIJ, kl. 13:15
Þór Saari (ÞSa), kl. 12:45

JRG yfirgaf fundinn kl. 13:15.

Nefndarritari: Benedikt Sveinbj. Benediktsson

Bókað:

1) 570. mál - stjórn fiskveiða Kl. 12:45
Fyrir fundinum lá listi með hugmyndum að umsagnaraðilum um málið.
Lögð var fram tillaga um að óskað yrði álits sérfræðinga á þeim breytingum sem gerðar hefur verið á frumvarpinu frá 140. löggjafarþingi (sjá 657. mál).
Þá var lögð fram tillaga um að málið yrði sent til umsagnar, m.a. til þeirra sérfræðinga sem lagt hafði verið til að óskað yrði álits hjá, með umsagnarfresti til og með 24. febrúar 2013.
Síðarnefnda tillagan var samþykkt með atkvæðum LRM, LME, ÓÞ, ÓGunn og SER.

2) Önnur mál. Kl. 13:26
Fleira var ekki rætt á fundi nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 13:26