56. fundur
atvinnuveganefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 11. mars 2013 kl. 08:34


Mættir:

Kristján L. Möller (KLM) formaður, kl. 08:34
Árni Þór Sigurðsson (ÁÞS) fyrir BVG, kl. 09:21
Jón Gunnarsson (JónG), kl. 08:34
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 08:34
Sigurður Ingi Jóhannsson (SIJ), kl. 08:34

LRM boðaði forföll.
EKG, ÞSa og ÓÞ voru fjarverandi.

Nefndarritari: Benedikt Sveinbj. Benediktsson

Bókað:

1) 632. mál - kísilver í landi Bakka Kl. 08:35
Á fund nefndarinnar mættu Hörður Arnarson og Óli Grétar Sveinsson frá Landsvirkjun, Þórður Guðmundsson og Árni Jón Elíasson frá Landsneti, Pétur Reimarsson frá Samtökum atvinnulífsins, Bjarni Már Gylfason frá Samtökum iðnaðarins og Gylfi Arnbjörnsson frá Alþýðusambandi Íslands. Gestirnir kynntu nefndinni afstöðu til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna að því loknu.

2) Önnur mál. Kl. 09:56
Fleira var ekki rætt á fundi nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 09:56