18. fundur
atvinnuveganefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 11. nóvember 2014 kl. 09:00


Mættir:

Jón Gunnarsson (JónG) formaður, kl. 09:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) 1. varaformaður, kl. 09:00
Haraldur Benediktsson (HarB) 2. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:00
Björt Ólafsdóttir (BjÓ), kl. 09:00
Kristján L. Möller (KLM), kl. 10:00
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 09:00
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:00
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 09:00

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 09:00
Dagskrárliðnum var frestað.

2) 244. mál - áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða Kl. 09:00
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sin fund Eyþór Arnalds fyrir hönd Íslenskrar vatnsorku (Hagavatnsvirkjun), Ómar Örn Ingólfsson frá Mannvit og Helgi Kjartansson Ólaf Björnsson frá Bláskógabyggð, Óla Grétar Blöndal Sveinsson og Rögnu Árnadóttur frá Landsvirkjun, Gunnar Þorgeirsson og Þorvarð Hjaltason frá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga, Guðmund Stefansson frá Landgræðslu ríkisins og Trausta Baldursson frá Náttúrufræðistofnun Íslands.

3) 16. mál - hagnýting internetsins og réttindavernd netnotenda Kl. 11:35
Farið var yfir nefndarálit og breytingartillögu við málið.
KLM var valinn framsögumaður.
Málið var afgreitt frá nefndinni og rita undir nefndarálit: JónG, LRM, HarB, ÁsF, BjÓ, KLM, PJP, ÞorS og ÞórE. JÞÓ er samþykkur álitinu.

4) Önnur mál. Kl. 11:40
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:40