37. fundur
atvinnuveganefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 23. janúar 2015 kl. 09:30


Mættir:

Jón Gunnarsson (JónG) formaður, kl. 09:30
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) 1. varaformaður, kl. 09:30
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 11:10
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 10:10
Kristján L. Möller (KLM), kl. 09:30
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 09:30
Róbert Marshall (RM) fyrir Björt Ólafsdóttur (BjÓ), kl. 09:30
Sigurður Örn Ágústsson (SÖÁ), kl. 09:30
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:30
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 09:30

Þorsteinn Sæmundsson var fjarverandi milli kl. 10 og 11.30 vegna annarra þingstarfa.
Þórunn Egilsdóttir vék af fundi kl. 11.30.
Kristján Möller vék af fundi kl. 11.
Ásmundur Friðriksson boðaði forföll.

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 09:30
Fundargerð 36. fundar var samþykkt.

2) 321. mál - stefna stjórnvalda um lagningu raflína Kl. 09:30
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og ræddi símleiðis við Ólaf Valsson fulltrúa landeigenda á fyrirhuguðu áhrifasvæði háspennulína Landsnets.

3) 305. mál - raforkulög Kl. 09:30
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og ræddi símleiðis við Ólaf Valsson fulltrúa landeigenda á fyrirhuguðu áhrifasvæði háspennulína Landsnets.

4) 74. mál - jarðalög Kl. 10:10
Rætt var um málið og það afgreitt til þriðju umræðu með breytingartillögu sem lýtur að lagfærðu orðalagi.

5) 107. mál - jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku Kl. 10:15
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Ingva Má Pálsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti. Jafnframt ræddi nefndin símleiðis við Benedikt Guðmundsson og Sigurð Inga Friðleifsson frá Orkustofnun.

6) 244. mál - áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða Kl. 10:45
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið.

Lilja Rafney Magnúsdóttir, Kristján L. Möller og Róbert Marshall óskuðu eftir að bókað yrði eftirfarandi og studdi Jón Þór Ólafsson bókunina:
„Við mótmælum því harðlega að atvinnuveganefnd fari fram með fjóra virkjanakosti til viðbótar í umsagnarferli. Allt eru það virkjanakostir sem ekki hafa verið afgreiddir með tillögu frá núverandi verkefnastjórn til ráðherra í nýtingarflokk eins og Hvammsvirkjun sem nú er til umfjöllunar í atvinnuveganefnd. Með þessum vinnubrögðum er gengið þvert á faglegan feril og gegn lögum um verndar og orkunýtingaráætlun, auk þess sem mikið vafamál er hvort tillagan sé yfirleitt þingtæk.
Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra hefur með skýrum hætti sagt að það sé ekki vilji hennar að slík vinnubrögð séu viðhöfð. Hún bendir á að verkefnastjórn hafi nú fengið lista yfir virkjanakosti frá Orkustofnun til flokkunar og að gert sé ráð fyrir að þeirri vinnu ljúki að ári og telur rétt að bíða eftir þeirri niðurstöðu.“

7) Önnur mál. Kl. 11:50
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:50