46. fundur
atvinnuveganefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 27. febrúar 2015 kl. 08:30


Mættir:

Jón Gunnarsson (JónG) formaður, kl. 08:30
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) 1. varaformaður, kl. 08:30
Haraldur Benediktsson (HarB) 2. varaformaður, kl. 08:30
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 08:30
Björt Ólafsdóttir (BjÓ), kl. 08:45
Katrín Júlíusdóttir (KaJúl), kl. 08:30
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir (SBS) fyrir Pál Jóhann Pálsson (PJP), kl. 08:30
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 08:30

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) 244. mál - áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða Kl. 08:30
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Helgu Barðadóttur, Ólaf Örn Haraldsson og Þóru Ellen Þórhallsdóttur úr verkefnisstjórn þriðja áfanga áætlunar og vernd og orkunýtingu landsvæða, Ingva Má Pálsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og Jón Geir Pétursson frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti, Pál Ásgeir Ásgeirsson og Pál Guðmundsson frá Ferðafélag Íslands og Jón Gunnar Ottósson frá Náttúrufræðistofnun Íslands.

Ákveðið að gefa umhverfis- og samgöngunefnd kost á að skila umsögn um málið. Frestur til 13. mars nk.

2) 455. mál - náttúrupassi Kl. 10:05
Rætt var um að framlengja frest umhverfisnefndar og efnahags- og viðskiptanefndar til að skila umsögn um málið. Frestur gefinn til 13. mars nk.
Ákveðið að skipa undirhóp í nefndinni til að fjalla um málið. Í honum eiga sæti: Jón Gunnarsson, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Björt Ólafsdóttir, Kristján L. Möller og Þorsteinn Sæmundsson.

3) Önnur mál. Kl. 10:10
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:30