68. fundur
atvinnuveganefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 15. maí 2015 kl. 08:30


Mættir:

Jón Gunnarsson (JónG) formaður, kl. 08:30
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) 1. varaformaður, kl. 08:30
Haraldur Benediktsson (HarB) 2. varaformaður, kl. 08:30
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 08:30
Björt Ólafsdóttir (BjÓ), kl. 08:30
Haraldur Einarsson (HE) fyrir Þorstein Sæmundsson (ÞorS), kl. 08:30
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 08:30

Kristján L. Möller, Þórunn Egilsdóttir og Jón Þór Ólafsson voru fjarverandi.

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 08:30
Dagskrárliðnum var frestað.

2) 691. mál - stjórn veiða á Norðaustur-Atlantshafsmakríl Kl. 08:30
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Agnar K. Þorsteinsson, Bolla Héðinsson, Henný Hinz frá Þorkel Helgason fyrir hönd undirskriftarsöfnunarinnar Þjóðareign.

3) 391. mál - Haf- og vatnarannsóknir Kl. 09:20
Málið var afgreitt af meiri hluta nefndarinnar með breytingartillögu. Undir nefndarálit rita: JónG, HarB, ÁsF, BjÓ (með fyrirvara), PJP, HE.

4) 392. mál - sameining Hafrannsóknastofnunar og Veiðimálastofnunar Kl. 09:20
Málið var afgreitt af meiri hluta nefndarinnar með breytingartillögu. Undir nefndarálit rita: JónG, HarB, ÁsF, BjÓ (með fyrirvara), PJP, HE.

5) 418. mál - veiðar og vinnsla erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands Kl. 09:30
Málið var afgreitt af með breytingartillögu. Undir nefndarálit rita: JónG, LRM, HarB, ÁsF, BjÓ (með fyrirvara), PJP, HE.

6) Önnur mál. Kl. 09:35
HarB minntist á 11. mál (ívilnanir til nýfjárfestinga) og kvað hann að endurskoða þyrfti texta breytingartillögu nefndarinnar frá 30. apríl sl.

Fundi slitið kl. 09:40