14. fundur
atvinnuveganefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 4. apríl 2017 kl. 09:00


Mættir:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 1. varaformaður, kl. 09:00
Hanna Katrín Friðriksson (HKF) 2. varaformaður, kl. 09:00
Elsa Lára Arnardóttir (ELA) fyrir Sigurð Inga Jóhannsson (SIJ), kl. 09:10
Gunnar I. Guðmundsson (GIG), kl. 09:20
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP) fyrir Lilju Rafneyju Magnúsdóttur (LRM), kl. 09:20
Logi Einarsson (LE), kl. 09:00
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:00
Theodóra S. Þorsteinsdóttir (ThÞ), kl. 09:10

ÓBK vék af fundi kl. 10.30.

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) Starfsemi fiskvinnslu á Akranesi Kl. 09:00
Rætt var m.a. um starfsemi fiskvinnslu á Akranesi og starfsskilyrði sjávarútvegsfyrirtækja.
Á fund nefndarinnar komu Hallveig Ólafsdóttir og Heiðrún Lind Marteinsdóttir frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi og einnig ræddi nefndin í síma við Gauta Jóhannesson fyrir hönd samtaka sjávarútvegssveitarfélaga.

2) 271. mál - lax- og silungsveiði Kl. 10:30
Nefndin hóf umfjöllun sína um málið og fékk á sinn fund Jóhann Guðmundsson og Sigríði Norðmann frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.

3) 272. mál - umgengni um nytjastofna sjávar o.fl. Kl. 10:40
Nefndin hóf umfjöllun sína um málið og fékk á sinn fund Jóhann Guðmundsson og Sigríði Norðmann frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.

4) 207. mál - áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða Kl. 10:10
Nefndin hefur fengið beiðni um að skila umsögn í málinu til umhverfis- og samgöngunefndar.
Rætt var almennt um hvernig staðið yrði að umsögn nefndarinnar og nefndarritara falið að senda nefndinni tilteknar upplýsingar.

5) Önnur mál Kl. 10:55
Fundargerðir 11., 12. og 13. fundar voru samþykktar.

Fundi slitið kl. 11:00