40. fundur
atvinnuveganefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 1. júní 2018 kl. 14:00


Mættir:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) formaður, kl. 14:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) 2. varaformaður, kl. 14:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 14:00
Guðjón S. Brjánsson (GBr) fyrir Albertínu Friðbjörgu Elíasdótur (AFE), kl. 14:00
Karl Gauti Hjaltason (KGH) fyrir Ingu Sæland (IngS), kl. 14:00
Njáll Trausti Friðbertsson (NF), kl. 14:00
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 14:00
Smári McCarthy (SMc), kl. 14:00

Kolbeinn Óttarsson Proppé boðaði forföll.
Karl Gauti vék af fundi kl. 15.20-16.

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) 457. mál - breyting á ýmsum lagaákvæðum sem tengjast fiskeldi Kl. 14:00
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Aðalstein Óskarsson, Pétur Markan og Sigríði Kristjánsdóttur frá Fjórðungssambandi Vestfjarða, Gísla Halldórsson frá Ísafjarðarbæ og Friðbjörgu Matthíasdóttur frá Vesturbyggð.

2) Tilskipun (ESB) 2015/2436 um samræmingu á lögum aðildarríkjanna um vörumerki Kl. 15:20
Nefndin fjallaði um tilskipunina og fékk á sinn fund Brynhildi Pálmarsdóttur frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, Sigurbjörgu Sæmundsdóttur frá umhverfisráðuneyti og Pétur Gunnarsson frá utanríkisráðuneyti.

3) Tilskipun (ESB) 2015/1513 sem breytir tilskipun 98/70/EB um gæði bensíns og díseleldsneytis og tilskipun 2009/28/EB um að auka notkun orku frá endurnýjanlegum orkugjöfum Kl. 15:30
Nefndin fjallaði um tilskipunina og fékk á sinn fund Brynhildi Pálmarsdóttur frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, Sigurbjörgu Sæmundsdóttur frá umhverfisráðuneyti og Pétur Gunnarsson frá utanríkisráðuneyti.

4) Hlutfall kynja í stjórnum fyrirtækja Kl. 15:50
Farið var yfir drög að frumvarpi og minnisblað nefndarritara. Formaður velti því upp hvort nefndin væri reiðubúin að flytja lagafrumvarp um að viðurlög verði við því ef ekki er farið að ákvæðum laga um hlutfall kynja í stjórnum félaga.

5) Önnur mál Kl. 16:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 16:00