41. fundur
atvinnuveganefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 21. mars 2019 kl. 08:30


Mættir:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) formaður, kl. 08:30
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (AFE) 1. varaformaður, kl. 08:30
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) 2. varaformaður, kl. 08:30
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 08:30
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 08:30
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 08:30
Sara Elísa Þórðardóttir (SEÞ), kl. 08:45

Nefndarritari: Birgitta Kristjánsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:30
Fundargerðir 35., 36., 37., 38., 39. og 40. fundar bornar upp og samþykktar.

2) 647. mál - fiskeldi Kl. 08:30
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Vidar Saue (frá Brage Innovation AS), Gaute Hilling (frá Hilling Management AS), Kjetil Korsnes (frá Bio Vivo Technologies og Ocean Tech) og Þorstein Jónsson sem komu á vegum Blue Ocean Salmon að kynna lokað fiskeldi og landeldi.

Kl. 09:05 fékk nefndin á sinn fund Ásdísi Hlökk Theodórsdóttur, Egil Þórarinsson og Ottó Björgvin Óskarsson frá Skipulagsstofnun og Kristínu Lindu Árnadóttur og Agnar Braga Bragason frá Umhverfisstofnun.

Kl. 09:45 fékk nefndin á sinn fund Leó Alexander Guðmundsson frá Erfðanefnd landbúnaðarins.

Gestirnir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Önnur mál Kl. 10:15
Fleira ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:15