43. fundur
atvinnuveganefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 26. mars 2019 kl. 08:30


Mættir:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) formaður, kl. 08:30
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (AFE) 1. varaformaður, kl. 08:30
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) 2. varaformaður, kl. 08:30
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 08:30
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 08:30
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:30
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 08:30
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 08:30
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 08:50

Sara Elísa Þórðardóttir boðaði forföll.

Nefndarritari: Gunnþóra Elín Erlingsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:30
Fundargerðir 41. og 42. fundar voru samþykktar.

2) 724. mál - stjórn fiskveiða Kl. 08:30
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund kl. 08:30 Axel Helgason og Örn Pálsson frá Landssambandi smábátaeiganda.
Kl. 9:00 Guðjón Bragason og Vigdísi Hasler frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Aðalstein Þorsteinsson og Sigurð Árnason frá Byggðastofnun sem tóku þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað.

3) Loðnubrestur Kl. 09:30
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Birki Bárðarson og Þorstein Sigurðsson frá Hafrannsóknarstofnun og Jens Garðar Helgason, Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur og Svein Friðrik Sveinsson frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi.

4) 724. mál - stjórn fiskveiða Kl. 10:20
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, Hrefnu Karlsdóttur og Svein Friðrik Sveinsson frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi.

5) 646. mál - búvörulög Kl. 10:40
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Steinþór Skúlason frá Sláturfélagi Suðurlands, auk Ingólfs Jóhannssonar frá Kaupfélagi Skagfirðinga og Ágústar Torfa Haukssonar frá Norðlenska sem tóku þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað.

6) 541. mál - heiti Einkaleyfastofunnar Kl. 11:15
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið. Allir viðstaddir nefndarmenn skrifuðu undir nefndarálit.

7) Önnur mál Kl. 11:25
Sigurður Páll Jónsson, óskaði eftir að bókað yrði að hann teldi mikilvægt að nefndin tæki strandveiðifrumvarpið til endurskoðunar á komandi hausti.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:30