45. fundur
atvinnuveganefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 28. mars 2019 kl. 13:02


Mættir:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) formaður, kl. 13:00
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (AFE) 1. varaformaður, kl. 13:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) 2. varaformaður, kl. 13:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 14:35
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 13:00
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 13:00
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 13:00
Sara Elísa Þórðardóttir (SEÞ), kl. 13:00
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 13:00
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 13:00

Kolbeinn Óttarsson Proppé vék af fundi kl. 14:52 vegna annarra þingstarfa.
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir vék af fundi kl. 15:00 vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Birgitta Kristjánsdóttir

Fundurinn var sameiginlegur með umhverfis- og samgöngunefnd.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:02
Frestað.

2) 647. mál - fiskeldi Kl. 13:02
Á fund nefndanna mættu Auður Önnu Magnúsdóttir frá Landvernd, Árni Finnsson frá Náttúruverndarsamtökum Íslands og Jón Kaldal frá Iceland Wildlife Fund. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá mætti á fund nefndanna Ólafur Ingi Sigurgeirsson lektor við Háskólann á Hólum. Viðstaddur í gegnum síma var Helgi Þór Thorarensen prófessor við Háskólann á Hólum. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum.

Að lokum mættu á fund nefndanna Heiðrún Lind Marteinsdóttir, Einar K. Guðfinnsson og Guðbergur Rúnarsson frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Önnur mál Kl. 15:12
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 15:13