58. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn fimmtudaginn 25. mars 2021 kl. 09:10


Mætt:

Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 09:10
Jón Steindór Valdimarsson (JSV) 1. varaformaður, kl. 09:10
Brynjar Níelsson (BN) 2. varaformaður, kl. 09:10
Ágúst Ólafur Ágústsson (ÁÓÁ) fyrir Oddnýju G. Harðardóttur (OH), kl. 10:00
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:10
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn), kl. 09:10
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 09:10
Smári McCarthy (SMc), kl. 09:10
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 09:10

Nefndarritarar:
Arnar Kári Axelsson
Steindór Dan Jensen

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Dagskrárlið frestað.

2) Rafmyntir Kl. 09:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Gunnar Jakobsson frá Seðlabanka Íslands.

3) Kynning á þjóðhagsspá Kl. 10:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Marinó Melsted, Bergþór Sigurðsson, Bryndísi Ásbjarnardóttur, Björn Hrannar Björnsson og Gunnar Snorra Guðmundsson frá Hagstofu Íslands.

4) 342. mál - breyting á ýmsum lögum um skatta og gjöld Kl. 11:15
Nefndin samþykkti að afgreiða málið til annarrar umræðu með atkvæðum allra viðstaddra utan Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sem sat hjá við atkvæðagreiðsluna.

Allir viðstaddir nefndarmenn, utan Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, skrifuðu undir nefndarálit og breytingartillögu.

5) 399. mál - tekjuskattur Kl. 11:20
Nefndin samþykkti að afgreiða málið til annarrar umræðu með atkvæðum allra viðstaddra.

Allir viðstaddir nefndarmenn skrifuðu undir nefndarálit og breytingartillögu.

6) Önnur mál Kl. 11:35
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:35