6. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 11. október 2022 kl. 09:20


Mætt:

Ágúst Bjarni Garðarsson (ÁBG) 1. varaformaður, kl. 09:20
Diljá Mist Einarsdóttir (DME), kl. 09:20
Eva Sjöfn Helgadóttir (ESH) fyrir Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur (ÞSÆ), kl. 09:20
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH), kl. 09:20
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:20

Guðrún Hafsteinsdóttir, Guðbrandur Einarsson, Ásthildur Lóa Þórsdóttir og Jóhann Páll Jóhannsson voru fjarverandi.

Nefndarritari: Steindór Dan Jensen

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:20
Fundargerðir 2.-5. fundar voru samþykktar.

2) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/1020 frá 20. júní 2019 um markaðseftirlit og samræmi vara við kröfur og um breytingu á tilskipun 2004/42/EB og reglugerðum (EB) nr. 765/2008 og (ESB) nr. 305/2011 Kl. 09:20
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Ernu Sigríði Hallgrímsdóttur frá utanríkisráðuneyti og Gunnlaug Helgason frá fjármála- og efnahagsráðuneyti.

3) Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/805 frá 16. febrúar 2022 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/1011 með því að tilgreina gjöld sem eiga við um eftirlit Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunarinnar með til Kl. 09:30
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Ernu Sigríði Hallgrímsdóttur frá utanríkisráðuneyti og Daða Ólafsson frá menningar- og viðskiptaráðuneyti.

4) 166. mál - greiðslureikningar Kl. 09:45
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Benedikt Hallgrímsson frá fjármála- og efnahagsráðuneyti.

Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti og að Guðrún Hafsteinsdóttir yrði framsögumaður þess.

5) 226. mál - skráning raunverulegra eigenda Kl. 09:55
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Sigurbjörgu Stellu Guðmundsdóttur frá menningar- og viðskiptaráðuneyti.

Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti og að Steinunn Þóra Árnadóttir yrði framsögumaður þess.

6) 227. mál - hlutafélög o.fl. Kl. 10:05
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Sigurbjörgu Stellu Guðmundsdóttur frá menningar- og viðskiptaráðuneyti.

Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti og að Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir yrði framsögumaður þess.

7) Önnur mál Kl. 10:20
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:20