50. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, þriðjudaginn 19. mars 2024 kl. 09:10


Mætt:

Teitur Björn Einarsson (TBE) formaður, kl. 09:10
Ágúst Bjarni Garðarsson (ÁBG) 1. varaformaður, kl. 09:10
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ) 2. varaformaður, kl. 09:10
Ásthildur Lóa Þórsdóttir (ÁLÞ), kl. 09:10
Diljá Mist Einarsdóttir (DME), kl. 09:10
Guðbrandur Einarsson (GE), kl. 09:10
Jódís Skúladóttir (JSkúl) fyrir Steinunni Þóru Árnadóttur (SÞÁ), kl. 09:10
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF), kl. 09:10
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 09:10

Diljá Mist Einarsdóttir tók þátt í fundinum gegnum fjarfundarbúnað.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir mætti á fundinn kl. 10:00, fram að því tók hún þátt í fundinum gegnum fjarfundarbúnað.

Nefndarritari: Þuríður Benediktsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Fundargerð 49. fundar var samþykkt.

2) 726. mál - rýni á fjárfestingum erlendra aðila vegna þjóðaröryggis og allsherjarreglu Kl. 09:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Sigurð Örn Guðleifsson frá forsætisráðuneyti og Friðrik Árna Friðriksson Hirst frá Lagastofnun Háskóla Íslands.

Samþykkt var að óska eftir minnisblaði frá forsætisráðuneyti, sbr. 51. gr. þingskapa.

3) Önnur mál Kl. 10:30
Nefndin ræddi starfið framundan. Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:40