8. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 16. desember 2016 kl. 09:00


Mættir:

Benedikt Jóhannesson (BenJ) formaður, kl. 09:00
Brynjar Níelsson (BN) 1. varaformaður, kl. 09:05
Björt Ólafsdóttir (BjÓ), kl. 09:00
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 09:15
Katrín Jakobsdóttir (KJak), kl. 09:03
Logi Einarsson (LE), kl. 09:00
Sigríður Á. Andersen (SÁA), kl. 09:00
Smári McCarthy (SMc) fyrir Evu Pandoru Baldursdóttur (EPB), kl. 09:00
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 09:00

Benedikt Jóhannesson vék af fundi kl. 10:36 og kom aftur kl. 10:42. Smári McCarthy vék af fundi kl. 10:40. Eva Pandora Baldursdóttir sótti fundinn í gegnum síma frá kl. 10:40 en vék af fundi kl. 12:14.

Nefndarritari: Gunnlaugur Helgason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 7. fundar var samþykkt.

2) 2. mál - ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2017 Kl. 09:03
Á fund nefndarinnar komu fyrst Katrín Júlíusdóttir og Yngvi Örn Kristinsson frá Samtökum fjármálafyrirtækja og Almar Guðmundsson frá Samtökum iðnaðarins, næst Jóhannes Svavar Rúnarsson frá Strætó bs., næst Hjalti Rúnar Ómarsson frá Vantrú og loks Ellen Calmon og Sigríður Hanna Ingólfsdóttir frá Öryrkjabandalagi Íslands.

3) 7. mál - kjararáð Kl. 10:17
Á fund nefndarinnar komu Hjörtur Bragi Sverrisson frá kærunefnd útlendingamála, Magnús K. Hannesson og Ólafur Sigurðsson á vegum sendifulltrúa í utanríkisþjónustunni og Nanna Magnadóttir frá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.

4) 6. mál - Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins Kl. 10:40
Á fund nefndarinnar komu fyrst Gylfi Arnbjörnsson og Henný Hinz frá Alþýðusambandi Íslands og Hannes G. Sigurðsson frá Samtökum atvinnulífsins, næst Aðalsteinn Þorsteinsson og Magnús Helgason frá Byggðastofnun símleiðis, Ólafur G. Flóvenz og Sigrún Traustadóttir frá Íslenskum orkurannsóknum og Kristinn Kolbeinsson og Sveinn Margeirsson frá Matís ohf. og lokst Birgir Guðjónsson, Hallur Páll Jónsson og Oddgeir Ágúst Ottesen frá Kjarafélagi viðskiptafræðinga og hagfræðinga og Rannveig Sigurðardóttir frá Seðlabanka Íslands.

5) Önnur mál Kl. 12:30
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:30