22. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 26. nóvember 2019 kl. 09:10


Mættir:

Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 09:10
Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV) 1. varaformaður, kl. 09:10
Brynjar Níelsson (BN) 2. varaformaður, kl. 09:10
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 09:10
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn), kl. 09:10
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 09:10
Smári McCarthy (SMc), kl. 09:10

Bryndís Haraldsdóttir og Silja Dögg Gunnarsdóttir voru fjarverandi.

Nefndarritari: Steindór Dan Jensen

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Fundargerðir 20. og 21. fundar voru samþykktar.

2) 269. mál - breyting á ýmsum lögum vegna skattlagningar tekna erlendra lögaðila o.fl. Kl. 09:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Árna Sigurjónsson og Vigdísi Tinnu Sigvaldadóttur frá Marel.

3) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1286/2014 frá 26. nóvember 2014 um lykilupplýsingaskjöl fyrir pakkaðar og vátryggingatengdar fjárfestingarvörur fyrir almenna fjárfesta (PRIIP) Kl. 09:50
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Benedikt Hallgrímsson og Guðmund Kára Kárason frá fjármála- og efnahagsráðuneyti.

4) 223. mál - neytendalán Kl. 10:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Daða Ólafsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.

5) 314. mál - innheimta opinberra skatta og gjalda Kl. 10:30
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Lovísu Ósk Þrastardóttur frá Umboðsmanni skuldara.

6) Önnur mál Kl. 10:45
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:45