27. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í forsætisnefndarherbergi, föstudaginn 9. desember 2022 kl. 17:27


Mætt:

Guðrún Hafsteinsdóttir (GHaf) formaður, kl. 17:27
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ) 2. varaformaður, kl. 17:27
Ásthildur Lóa Þórsdóttir (ÁLÞ), kl. 17:27
Berglind Ósk Guðmundsdóttir (BGuðm) fyrir Diljá Mist Einarsdóttur (DME), kl. 17:27
Guðbrandur Einarsson (GE), kl. 17:27
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH), kl. 17:27
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) fyrir Ágúst Bjarna Garðarsson (ÁBG), kl. 17:27
Jóhann Páll Jóhannsson (JPJ), kl. 17:27
Orri Páll Jóhannsson (OPJ), kl. 17:27

Nefndarritari: Hildur Eva Sigurðardóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 17:27
Frestað.

2) 2. mál - breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2023 Kl. 17:27
Nefndin ræddi drög að nefndaráliti. Formaður lagði til að málið yrði afgreitt frá nefnd og var það samþykkt einróma. Undir nefndarálit meiri hlutans rita Guðrún Hafsteinsdóttir, Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Orri Páll Jóhannsson og Ágúst Bjarni Garðarsson sem ritar undir álitið samkvæmt heimild í 2. mgr. 29. gr. þingskapa. Boðuð voru minni hluta álit og breytingartillögur frá öðrum nefndarmönnum.

Diljá Mist Einarsdóttir sendi inn eftirfarandi bókun: Eiginmaður minn er fjármálastjóri hjá Fiskeldi Austfjarða. Þrátt fyrir að þetta valdi ekki vanhæfi mínu, ákvað ég að taka ekki þátt í afgreiðslu meirihlutaálits efnahags- og viðskiptanefndar vegna breytinga á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2023 þar sem það tekur m.a. til gjalds vegna fiskeldis í sjó.

3) Önnur mál Kl. 17:59
Nefndin ræddi starfið framundan og beiðni minni hlutans frá 25. nóvember sl. um opinn fund til að ræða áhrif verðbólgunnar á hagkerfið og heimilin og aðgerða til að sporna við henni. Formaður kynnti að fundurinn yrði haldinn eftir áramót.

Fundi slitið kl. 17:59