33. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 17. janúar 2023 kl. 09:16


Mætt:

Guðrún Hafsteinsdóttir (GHaf) formaður, kl. 09:16
Ágúst Bjarni Garðarsson (ÁBG) 1. varaformaður, kl. 09:16
Ásthildur Lóa Þórsdóttir (ÁLÞ), kl. 09:16
Diljá Mist Einarsdóttir (DME), kl. 09:30
Eva Sjöfn Helgadóttir (ESH) fyrir Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur (ÞSÆ), kl. 09:16
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH), kl. 09:16
Kristrún Frostadóttir (KFrost) fyrir (JPJ), kl. 09:16
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:16

Guðbrandur Einarsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Björn Freyr Björnsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:17
Fundargerðir 18.-19. og 21.-32. fundar voru samþykktar.

2) 433. mál - sértryggð skuldabréf og fjármálafyrirtæki Kl. 09:18
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Jónu Björk Guðnadóttur, Heiðrúnu Emilíu Jónsdóttur og Andra F. Stefánsson frá Samtökum fjármálafyrirtækja, Þóreyju S. Þórðardóttur og Gunnar Þór Ásgeirsson frá Landssamtökum lífeyrissjóða og Kristján Ólaf Jóhannsson, Andrés Þorleifsson og Hauk C. Benediktsson frá Seðlabanka Íslands.

3) 541. mál - Seðlabanki Íslands Kl. 10:07
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Hermann Sæmundsson skrifstofustjóra frá forsætisráðuneytinu.

4) 166. mál - greiðslureikningar Kl. 10:55
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt.

Að nefndaráliti með breytingartillögu standa Guðrún Hafsteinsdóttir, Ágúst Bjarni Garðarson, Diljá Mist Einarsdóttir, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Kristrún Frostadóttir og Steinunn Þóra Árnadóttir.

5) 328. mál - peningamarkaðssjóðir Kl. 10:56
Nefndin fjallaði um málið.

6) 432. mál - breyting á ýmsum lögum um skatta og gjöld Kl. 10:59
Nefndin fjallaði um málið.

7) Starfið framundan Kl. 11:03
Nefndin fjallaði um starfið framundan.

8) Önnur mál Kl. 11:08
Nefndin ákvað að halda opinn fund um áhrif verðbólgu á heimilin og hagkerfið.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:09