8. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 17. október 2023 kl. 09:10


Mætt:

Teitur Björn Einarsson (TBE) formaður, kl. 09:10
Ágúst Bjarni Garðarsson (ÁBG) 1. varaformaður, kl. 09:10
Ásthildur Lóa Þórsdóttir (ÁLÞ), kl. 09:10
Diljá Mist Einarsdóttir (DME), kl. 10:30
Elva Dögg Sigurðardóttir (EDS), kl. 09:10
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF), kl. 09:10
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:10

Oddný G. Harðardóttir var fjarverandi vegna annarra þingstarfa.
Þórhildur Sunnar Ævarsdóttir var fjarverandi.

Nefndarritari: Þuríður Benediktsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Lið frestað.

2) 184. mál - endurskoðendur o.fl. Kl. 09:12
Á fund nefndarinnar mætti Harpa Theodórsdóttir frá menningar- og viðskiptaráðuneyti. Fór hún yfir málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 2. mál - breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2024 Kl. 09:33
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Véstein Valgarðsson og Ólaf Jón Jónsson frá Vantrú.

Því næst komu Benedikt Benediktsson frá Samtökum verslunar og þjónustu og María Jóna Magnúsdóttir frá Bílgreinasambandinu.

Þá komu Drífa Hjartardóttir og Steindór Runiberg Haraldsson frá Þjóðkirkjunni.

Loks komu Róbert Farestveit og Steinunn Bragadóttir frá Alþýðusambandi Íslands og frá Landssamtökum lífeyrissjóða Þórey S. Þórðardóttir ásamt Jóni Ólafi Halldórssyni og Gylfa Jónssyni sem tóku þátt í fundinum með fjarfundabúnaði.

4) 4. mál - skattleysi launatekna undir 400.000 kr. Kl. 11:15
Nefndin samþykkti með vísan til 3. mgr. 23. gr. þingskapa að taka málið inn í nefndina frá velferðarnefnd.

Ákveðið var að senda málið til umsagnar með tveggna vikna umsagnafresti og að Ásthildur Lóa Þórsdóttir verði framsögumaður þess.

5) Önnur mál Kl. 11:15
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:15