12. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 9. nóvember 2023 kl. 09:10


Mætt:

Ágúst Bjarni Garðarsson (ÁBG) 1. varaformaður, kl. 09:10
Ásthildur Lóa Þórsdóttir (ÁLÞ), kl. 09:10
Diljá Mist Einarsdóttir (DME), kl. 09:10
Guðbrandur Einarsson (GE), kl. 09:10
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF), kl. 09:10
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 09:10
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:10

Teitur Björn Einarsson boðaði forföll.
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir var fjarverandi.

Nefndarritari: Þuríður Benediktsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Fundargerðir 10. og 11. fundar voru samþykktar.

2) 2. mál - breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2024 Kl. 09:12
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Ingibjörgu Helgu Helgadóttur og Guðlaugu Maríu Valdimarsdóttur frá fjármála- og efnahagsráðuneyti og Hallveigu Ólafsdóttur, Kolbein Árnason og Elísabetu Önnu Jónsdóttur frá matvælaráðuneyti.

3) 45. mál - erfðafjárskattur Kl. 09:40
Nefndin staðfesti umsagnarbeiðnir með tveggja vikna umsagnafresti og ákvað að Diljá Mist Einarsdóttir verði framsögumaður málsins.

4) 3. mál - réttlát græn umskipti Kl. 09:44
Nefndin ræddi málið.

5) 74. mál - fasteignalán til neytenda og nauðungarsala Kl. 09:42
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnafresti og að Ásthildur Lóa Þórsdóttir verði framsögumaður þess.

6) Önnur mál Kl. 09:53
Nefndin ræddi starfið framundan. Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:00