15. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 21. nóvember 2023 kl. 09:14


Mætt:

Teitur Björn Einarsson (TBE) formaður, kl. 09:14
Ágúst Bjarni Garðarsson (ÁBG) 1. varaformaður, kl. 09:14
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ) 2. varaformaður, kl. 09:14
Ásthildur Lóa Þórsdóttir (ÁLÞ), kl. 09:14
Guðbrandur Einarsson (GE), kl. 09:14
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF), kl. 09:14
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 09:14
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:18

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir tók þátt í fundinum gegnum fjarfundarbúnað.

Diljá Mist Einarsdóttir var fjarverandi vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Þuríður Benediktsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:14
Fundargerð 14. fundar var samþykkt.

2) Efnahagsmál á Reykjanesskaga Kl. 09:15
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Benedikt Gíslason, Birnu Káradóttur og Iðu Brá Benediktsdóttur frá Arion banka.

Því næst komu Kristján Rúnar Kristjánsson, Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir og Una Steinsdóttir frá Íslandsbanka.

Loks komu Lilja Björk Einarsdóttir og Hreiðar Bjarnason frá Landsbankanum.

Nefndin samþykkti að óska eftir minnisblaði frá fjármála- og efnahagsráðuneyti, sbr. 51. gr. þingskapa.

3) Framkvæmd samkeppnislaga og eftirlit með samkeppnisbrotum - umgjörð, málsmeðferð og starfsemi Samkeppniseftirlitsins Kl. 10:29
Nefndin ræddi málið.

4) Önnur mál Kl. 10:31
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:31