21. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 7. desember 2023 kl. 08:35


Mætt:

Teitur Björn Einarsson (TBE) formaður, kl. 08:35
Ágúst Bjarni Garðarsson (ÁBG) 1. varaformaður, kl. 08:35
Ásthildur Lóa Þórsdóttir (ÁLÞ), kl. 08:35
Björn Leví Gunnarsson (BLG) fyrir (GÓÓ), kl. 08:35
Diljá Mist Einarsdóttir (DME), kl. 08:35
Guðbrandur Einarsson (GE), kl. 08:35
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF), kl. 08:50
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 08:35
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 08:35

Ágúst Bjarni Garðarsson og Guðbrandur Einarsson tóku þátt í fundinum gegnum fjarfundarbúnað.

Diljá Mist Einarsdóttir mætti á fundinn kl. 08:56, fram að því tók hún þátt í fundinum gegnum fjarfundarbúnað.

Nefndarritari: Þuríður Benediktsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:35
Fundargerð 20. fundar var samþykkt.

2) 468. mál - skattar og gjöld Kl. 08:35
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Jóhannes Þór Skúlason frá Samtökum ferðaþjónustunnar og Kristófer Oliversson, Unni Steinsson og Guðjóns Ragnarsson frá Fyrirtækjum í hótel- og gistiþjónustu.

Jafnframt fékk nefndin á sinn fund Arngrím Viðar Ásgeirsson frá ferðaþjónustunni Álfheimum sem tók þátt í fundinum gegnum fjarfundarbúnað.

Þá fékk nefndin á sinn fund Ólaf Stephensen frá Félagi atvinnurekanda.

3) 507. mál - kílómetragjald vegna notkunar hreinorku- og tengiltvinnbifreiða Kl. 09:44
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Tómas Kristjánsson og Emil Kári Ólafsson frá Rafbílasambandi Íslands.

Nefndin samþykkti að óska eftir minnisblaði frá fjármála- og efnahagsráðuneyti, sbr. 51. gr. þingskapa.

4) Önnur mál Kl. 09:58
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:00