31. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, þriðjudaginn 16. janúar 2024 kl. 09:30


Mætt:

Teitur Björn Einarsson (TBE) formaður, kl. 09:30
Ágúst Bjarni Garðarsson (ÁBG) 1. varaformaður, kl. 09:30
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ) 2. varaformaður, kl. 09:30
Diljá Mist Einarsdóttir (DME), kl. 09:30
Guðbrandur Einarsson (GE), kl. 09:30
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF), kl. 09:30
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:30

Steinunn Þóra Árnadóttir tók þátt í fundinum gegnum fjarfundarbúnað.

Ásthildur Lóa Þórsdóttir og Oddný G. Harðardóttir voru fjarverandi.

Nefndarritari: Þuríður Benediktsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Fundargerðir 21. til 30. fundar voru samþykktar.

2) 184. mál - endurskoðendur o.fl. Kl. 09:31
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.

Undir nefndarálit meiri hluta rita: Teitur Björn Einarsson, Ágúst Bjarni Garðarsson, Diljá Mist Einarsdóttir, Guðbrandur Einarsson, Jóhann Friðrik Friðriksson og Steinunn Þóra Árnadóttir.

3) Breyting á lögum um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl., nr. 29/1993 Kl. 09:38
Meiri hluti nefndarinnar, Teitur Björn Einarsson, Ágúst Bjarni Garðarsson, Diljá Mist Einarsdóttir, Guðbrandur Einarsson, Jóhann Friðrik Friðriksson og Steinunn Þóra Árnadóttir, ákvað að flytja frumvarp til laga um breytingu á lögum um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl., nr. 29/1993 (leiðrétting).

4) Önnur mál Kl. 09:42
Nefndin ræddi starfið framundan. Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:55