32. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, fimmtudaginn 18. janúar 2024 kl. 09:10


Mætt:

Teitur Björn Einarsson (TBE) formaður, kl. 09:10
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ) 2. varaformaður, kl. 09:35
Ásthildur Lóa Þórsdóttir (ÁLÞ), kl. 09:10
Diljá Mist Einarsdóttir (DME), kl. 09:10
Guðbrandur Einarsson (GE), kl. 09:10
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF), kl. 09:10
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 09:10

Formaður fól Jóhanni Friðriki Friðrikssyni að stýra fundi sbr. 3. mgr. 4. gr. starfsreglna fastanefnda, þar til formaður tók við fundarstjórn kl. 09:20.

Teitur Björn Einarsson mætti á fundinn kl. 09:20, fram að því tók hann þátt í fundinum gegnum fjarfundarbúnað.

Oddný G. Harðardóttir mætti á fundinn kl. 10:00, fram að því tók hún þátt í fundinum gegnum fjarfundarbúnað.

Ágúst Bjarni Garðarsson og Steinunn Þóra Árnadóttir boðuðu forföll.

Nefndarritari: Þuríður Benediktsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Frestað.

2) Efnahagsmál á Reykjanesskaga Kl. 09:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur fjármála- og efnahagsráðherra og Tómas Brynjólfsson, Guðrúnu Þorleifsdóttur, Björn Þór Hermannsson og Jón Viðar Pálmason frá fjármála- og efnahagsráðuneyti.

Því næst komu Hörður Guðbrandsson, Ragnar Þór Ingólfsson og Einar Hannes Harðarson frá Verkalýðsfélagi Grindavíkur og Daníel Ágústsson og Flóki Ásgeirsson frá MAGNA lögmenn.

Loks komu Gylfi Jónasson, Ólafur Sigurðsson, Árni Hrafn Gunnarsson og Þórey S. Þórðardóttir frá Landssamtökum lífeyrissjóða.

3) Önnur mál Kl. 11:30
Nefndin ræddi starfið framundan. Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:35