35. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, fimmtudaginn 8. febrúar 2024 kl. 09:10


Mætt:

Ágúst Bjarni Garðarsson (ÁBG) 1. varaformaður, kl. 09:10
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ) 2. varaformaður, kl. 09:10
Guðbrandur Einarsson (GE), kl. 09:10
Guðrún Sigríður Ágústsdóttir (GSÁ), kl. 09:10
Inger Erla Thomsen (IET), kl. 09:10
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF), kl. 09:10
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:10

Jóhann Friðrik Friðriksson og Guðbrandur Einarsson véku af fundi kl. 09:15.

Diljá Mist Einarsdóttir var fjarverandi vegna annarra þingstarfa.
Ásthildur Lóa Þórsdóttir var fjarverandi.

Nefndarritari: Þuríður Benediktsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:15
Fundargerð 34. fundar var samþykkt.

2) 627. mál - fyrirtækjaskrá o.fl. Kl. 09:15
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Sigurbjörgu Stellu Guðmundsdóttur frá menningar- og viðskiptaráðuneyti.

Nefndin staðfesti umsagnarbeiðnir með tveggja vikna umsagnafresti og ákvað að Ágúst Bjarni Garðarsson verði framsögumaður málsins.

3) 616. mál - staðgreiðsla opinberra gjalda o.fl. Kl. 09:10
Nefndin ræddi drög að nefndaráliti.

Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.

Undir nefndarálit með breytingartillögu meiri hluta rita: Ágúst Bjarni Garðarsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Steinunn Þóra Árnadóttir, Guðbrandur Einarsson, Inger Erla Thomsen og Guðrún Sigríður Ágústsdóttir. Diljá Mist Einarsson og Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifa undir álitið með heimild 2. mgr. 29. gr. þingskapa.

4) 3. mál - réttlát græn umskipti Kl. 09:28
Nefndin ræddi málið.

5) 662. mál - Seðlabanki Íslands Kl. 09:14
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnafresti og að Steinunn Þóra Árnadóttir verði framsögumaður þess.

6) Önnur mál Kl. 09:30
Nefndin ræddi starfið framundan. Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:35