40. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, þriðjudaginn 20. febrúar 2024 kl. 09:10


Mætt:

Teitur Björn Einarsson (TBE) formaður, kl. 09:10
Ágúst Bjarni Garðarsson (ÁBG) 1. varaformaður, kl. 09:10
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ) 2. varaformaður, kl. 09:10
Ásthildur Lóa Þórsdóttir (ÁLÞ), kl. 09:10
Diljá Mist Einarsdóttir (DME), kl. 10:00
Guðbrandur Einarsson (GE), kl. 09:10
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF), kl. 09:10
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 09:10
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:10

Diljá Mist Einarsdóttir tók þátt í fundinum gegnum fjarfundarbúnað og vék af fundi kl. 11:00.

Nefndarritari: Þuríður Benediktsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Fundargerðir 37., 38. og 39. fundar voru samþykktar.

2) 675. mál - tímabundinn rekstrarstuðningur vegna náttúruhamfara i Grindavíkurbæ Kl. 09:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Skarphéðinn Berg Steinarsson, Sigurð A. Kristmundsson og Guðjón Bragason frá atvinnuteymi Grindavíkur.

Þá komu á fund nefndarinnar Elín Alma Arthursdóttir og Kristján Gunnarsson frá Skattinum.

Jafnframt mættu Heiðrún Björk Gísladóttir og Sigurður Helgason frá Samtökum atvinnulífsins og Heiðmar Guðmundsson frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. Þau fjölluðu samhliða um dagskrálið 3.

3) 704. mál - kaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík Kl. 09:50
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Heiðrúnu Björk Gísladóttur og Sigurð Helgason frá Samtökum atvinnulífsins og Heiðmar Guðmundsson frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. Þau fjölluðu samhliða um dagskrálið 2.

Þá komu á fund nefndarinnar Hörður Guðbrandsson og Einar Hannes Harðarson frá Verkalýðsfélagi Grindavíkur ásamt Ragnari Þór Ingólfssyni formanni VR.

Loks mættu Kristinn Bjarnason og Gunnar Kristinsson frá Búmönnum.

4) Önnur mál Kl. 11:30
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:30