73. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 21. maí 2012 kl. 10:05


Mættir:

Birkir Jón Jónsson (BJJ), kl. 10:05
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 10:05
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 10:05
Lilja Mósesdóttir (LMós), kl. 10:05
Margrét Tryggvadóttir (MT), kl. 10:05
Skúli Helgason (SkH), kl. 10:05
Tryggvi Þór Herbertsson (TÞH), kl. 10:05

Nefndarritari: Eiríkur Áki Eggertsson

Bókað:

1) Fundargerðir. Kl. 10:05
Á fundinum voru lögð fram drög að fundargerðum 63 til 71. fundar til samþyktar. Engar athugasemdir komu fram.

2) 731. mál - gjaldeyrismál Kl. 10:05
Fulltrúar Persónuverndar sem boðaðir höfðu verið til fundarins mættu ekki.
Eftir fundinn komu fram málefnalegar skýringar á fjarveru stofnunarinnar.

3) 704. mál - neytendalán Kl. 10:30
Á fundinn komu Tryggvi Axelsson og Matthildur Sveinsdóttir frá Neytendastofu og Guðmundur Kári Kárason frá efnahags- og viðskiptaráðuneyti. Fulltrúar Neytendastofu gerðu grein fyrir umsögn stofnunarinnar og svöruðu síðan spurningum nefndarmanna.

4) 731. mál - gjaldeyrismál Kl. 11:15
Á fundinn komu Arnór Sighvatsson, Sigríður Logadóttir og Ingibjörg Guðbjartsdóttir frá Seðlabanka Íslands og svöruðu gagnrýni á tiltekin atriði frumvarpsins.

Gestirnir afhentu nefndinni minnisblað með svari við athugasemdum slitastjórnar Kaupþings hf. og Lúðvíks Júlíussonar við frumvarpið. Gestirnir óskuðu einnig eftir því að dreifa á fundinum umsögn Persónuverndar við frumvarp til laga um fjármálaeftirlit frá 11. apríl 2006.

5) 386. mál - skipun nefndar til að endurskoða vörugjalda- og tollalöggjöf Kl. 12:10
LRM lagði til að málið yrði sent til umsagnar. Samþykkt.

6) Önnur mál. Kl. 12:00
Nefndarmenn ræddu fundarsköp nefndarinnar.
BJJ gerði athugasemdir við villandi fréttaflutning Stöðvar 2 á fimmtudaginn var, 17. maí sl. Fréttin varðaði mætingu einstakra nefndarmanna í efnahags- og viðskiptanefnd.
Fleira var ekki rætt.

LRM, varformaður, stýrði fundi í fjarveru formanns HHj.

MT áheyrnarfulltrúi sat fundinn.
HHj var fjarverandi af persónulegum ástæðum.
MN var fjarverandi.
ÞrB var fjarverandi.

Fundi slitið kl. 12:10